fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

ESB féllst á að seinka skoðun á kjöti sem er flutt á milli Bretlands og Norður-Írlands

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 19:00

Verðhækkanir og skortur á ýmsum vörum hafa gert vart við sig. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjórn ESB hefur fallist á að framlengja undantekningu á skoðun á kjöti, sem er flutt á milli Bretlands og Norður-Írlands, fram til 30. september.  Málið snýst um pylsur og aðrar kjötvörur, sem eru geymdar í kæli. ESB og Bretar hafa deilt um þetta að undanförnu en málefni tengd Norður-Írlandi eru mikilvægur hluti af Brexit.

Í kjötdeilunni endurspeglast ótti ESB við að vörur komist frá Bretlandi inn á markaðssvæði ESB í gegnum Norður-Írland og Írland. Hjá breskum stjórnvöldum er það vilji þeirra til að sýna fram á sjálfstæði frá ESB sem endurspeglast í deilunni en þau verða á móti að taka tillit til málefna Norður-Írlands og aukinnar spennu þar og hættu á átökum lýðveldissinna og sambandssinna.

Í Brexitsamningnum er kveðið á um að Norður-Írland verði áfram aðili að tollabandalagi ESB og innri markaði sambandsins en Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, féllst á þetta ákvæði til að reyna að tryggja áframhaldandi frið á Norður-Írlandi. Í samningnum er kveðið á um að eftir sex mánuði verði bannað að flytja ófrosið kjöt frá Bretlandi til Norður-Írlands en því hefur nú verið frestað til loka september. ESB heimilar ekki að ófrosið kjöt frá ríkjum utan sambandsins sé selt á innri markaði þess. Bretar eru ósáttir við þetta ákvæði hvað varðar Bretland og Norður-Írland.

The Guardian segir að í tilkynningu Framkvæmdastjórnar ESB um framlengingu á undantekningu á kjötskoðuninni komi fram að það sé markmið Framkvæmdastjórnarinnar að tryggja að friðarsamningurinn, sem tryggir frið og stöðugleika á Norður-Írlandi, haldi. Um leið verði reynt að forðast að landamærin á milli Norður-Írlands og Írlands lokist án þess þó að stefna innri markaði ESB í hættu.

Framkvæmdastjórnin varð því við ósk Breta um að framlengja undantekninguna en á móti lofa Bretar að breyta ekki lögum um kjötmeti næstu þrjá mánuði. Til að draga úr áhyggjum ESB um að kjötið komist ólöglega inn á innri markaðinn verður kjöt, sem er flutt frá Bretlandi til Norður-Írlands, nú merkt „UK only“ og verður aðeins selt í norðurírskum stórmörkuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga