fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Er Flórída næsta hamfarasvæði heimsins?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 05:59

Björgunarfólk að störfum í húsarústunum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á örfáum sekúndum hrundi Champlain Towers South á Miami Beach þann 24. júní síðastliðinn. Nú hafa á annan tug líka fundist í rústunum en óttast er að dánartalan sé mun hærri  en um 150 íbúa var saknað eftir að húsið hrundi. Það mun taka langan tíma að grafa í gegnum rústirnar og fjarlægja þær en rannsókn á orsökum hrunsins geta tekið enn lengri tíma en þær teygja sig hugsanlega langt út fyrir Flórída.

Fram hefur komið í bandarískum fjölmiðlum að verkfræðingur hafi fyrir þremur árum varað við „alvarlegu tjóni“ á byggingunni. En af hverju ekki var brugðist við þessu og hvað olli þessum tjóni er eitthvað sem ekki er enn vitað um.

Hugsanlegt er að niðurbrot steypu í hluta hússins hafi valdið því að það hrundi en ekki er heldur hægt að útiloka galla í byggingu hússins að sögn fagfólks. „Ástæðan fyrir harmleiknum getur verið allt frá strandrofi undir byggingunni til þess að vatn hafi komist undir grunnstoðir hennar,“ sagði í umfjöllun Miami Herald sem vísaði þar í tvær af þeim kenningum sem hafa verið settar fram.

„Húsið stóð í 40 ár og hrundi skyndilega. Af hverju hrundi það á þessum tímapunkti?“ sagði Glenn R. Bell, verkfræðingur, í samtali við New York Times.

Hluti byggingarinnar stendur enn. Mynd:EPA

Slysið hefur kynt undir umræðuna um lúna innviði í Bandaríkjunum, bæði opinbera og í einkaeigu, og þau áhrif sem veður og loftslagsbreytingarnar hafa á þá. Umræðan um þetta er heitust í Flórída sem hefur áratugum saman verið meðal þeirra svæða í Bandaríkjunum þar sem hagvöxtur og fólksfjölgun hefur verið einna mest síðustu áratugi. Frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hefur íbúafjöldi ríkisins næstum tífaldast, úr 2,5 milljónum í 22 milljónir. Ferðamannaiðnaðurinn hefur á sama tíma vaxið gríðarlega að umfangi.

Það hefur ekki verið auðvelt að byggja hús í Flórída og tryggja fólki aðganga að vatni og rafmagni því bæði loftslag og jarðfræðilegar aðstæður eru oft erfiðar í ríkinu.

Á 14 km langri ströndinni við Miami Beach, sem er á eyju sem samanstendur meðal annars af mýrum sem voru þurrkaðar upp, standa háhýsi og aðrar byggingar þétt saman.

New York Times skrifaði nýlega að þarna sé um að ræða fjölda háhýsa, mörg áratuga gömul, sem standi við Atlantshafið og verði í auknum mæli fyrir áhrifum óveðra, flóða og salts úr sjónum.

Miami Herald spurði síðan nýlega spurningarinnar sem margir í Flórída hafa spurt sig: „Harmleikurinn, sem enn stendur yfir með stígandi fjölda látinna, hefur valið óttabylgju meðal íbúðareigenda við ströndina og innar í landinu. Ef bygging eins og þessi, sem var reist 1981, getur hrunið svona, hvað getur þá gerst með eldri byggingar eða byggingar sem eru ekki eins vel úr garði gerðar eða vel við haldið?“

Frá 1950 hefur yfirborð sjávar hækkað um 20 cm við suðurströnd Flórída og hefur þessi hækkun orðið hraðari á síðari árum. Flóð eiga sér oft stað í Miami í tengslum við óveður og þrumuveður og því hefur umræðan um loftslagsbreytingar færst í aukana í ríkinu í kjölfar þess að byggingin hrundi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga