Í gær mældist hitinn í bænum, sem er í Bresku Kólumbíu, 49,5 gráður og hefur aldrei mælst svo hár hiti í Kanada áður. CBC skýrir frá þessu. Á mánudaginn mældist hitinn þar 47,9 gráður og á sunnudaginn 46,6 gráður.
Að minnsta kosti 69 hafa látist í og við Vancouver af völdum hita að sögn lögreglunnar. Margir hinna látnu voru eldra fólk sem glímdi við undirliggjandi sjúkdóma. Í öðrum löggæsluumdæmum hafa einnig margir látist af völdum hitanna en engar opinberar tölur liggja fyrir enn sem komið er.
CBC segir að reiknað sé með áframhaldandi hitum næstu daga en þeir hafa orðið til þess að loka hefur þurft skólum og bólusetningamiðstöðvum.
Þessi hái hiti er tilkominn vegna þess að háþrýstisvæði hefur myndað einhverskonar lok yfir svæðinu sem er þekkt sem Pacific Northwest að sögn bandarísku veðurþjónustunnar NWS.