Nú standa yfir viðræður á milli Bandaríkjanna, Íran og fleiri ríkja um kjarnorkusamninginn við Íran en Biden hefur lýst sig reiðubúinn til að koma Bandaríkjunum aftur inn í samninginn en Donald Trump, forveri hans í Hvíta húsinu, sagði Bandaríkin frá samningnum.
Biden sagði að skuldbindingar hans við Ísrael væru miklar og hann væri staðfastur í að standa við þær. „Ég get sagt ykkur að Íran mun ekki eignast kjarnorkuvopn á meðan ég er forseti,“ sagði hann.
Forsetarnir ræddu um málefni Íran og eftirmála átakanna á milli Palestínumanna og Ísraels. Biden lagði áherslu á að hann sé hlynntur því að samband Ísraels og múslímaríkja verði bætt. Hann hét því einnig að tryggja að Ísraelsmenn fái það sem þeir þurfa til að geta starfrækt Iron Dome eldflaugavarnarkerfi sitt en það var mikið notað í átökunum við Hamas í maí.