The Guardian segir að samkvæmt frétt ríkisfréttastofunnar KCNA hafi leiðtoginn gagnrýnt embættismenn og sagt þá hafa vanrækt skyldur sínar í baráttunni við „alþjóðlegan heilbrigðisfaraldur“.
Norður-Kórea lokaði landamærum sínum að Kína og Rússlandi algjörlega þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á og voru þau nú ekki mjög opin fyrir. En miðað við orð einræðisherrans þá má telja að faraldurinn hafi nú náð til þess harðlokaða og fátæka einræðisríkis. Ef svo er þá er það ekki til að bæta ástandið hjá þessari hrjáðu þjóð sem er haldið í járngreipum og nær algjörri einangrun frá umheiminum. Mikill matarskortur er nú í landinu sem og skortur á lyfjum. Einnig hafa borist fréttir af vaxandi atvinnuleysi og sífellt fleiri eru sagðir missa heimili sín og lenda á götunni.