Sky News skýrir frá þessu. Lögreglan hefur ekki viljað skýra mikið frá málinu og hefur til dæmis ekki skýrt frá hvaða rafmynt er um að ræða. Hún hefur þó skýrt frá því að aðgerðin hafi verið gerð af sérstakri efnahagsbrotadeild hennar.
„Það eru tengsl á milli peninga og ofbeldis. Ofbeldi er notað til að kúga, brjótast inn, stjórna og misnota. Það er notað til að fela hagnað glæpamanna og tryggja yfirráð þeirra yfir ákveðnum svæðum. En við erum með vel þjálfaða lögreglumenn og sérfræðinga sem vinna að því allan sólarhringinn að vera skrefi á undan,“ sagði Graham McNutty, yfirlögregluþjónn, um málið.
Peningaþvætti skiptir afbrotamenn miklu máli því þeir verða að koma illu fengnu fé sínu inn í löglega hagkerfið til að eiga síður á hættu að yfirvöld leggi hald á það. Peningaþvætti er því notað til að hylja slóð og uppruna peninga.