fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Pressan

Ísraelska ríkisstjórnin hefur áhyggjur af kjarnorkusamningnum við Íran

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. júní 2021 18:00

Samningahópurinn sem gerði upphaflega samninginn um kjarnorkumál Íran. Mynd; Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelska ríkisstjórnin hefur áhyggjur af hugsanlegri endurlífgun kjarnorkusamningsins við Íran en Bandaríkin vinna nú að því að endurvekja samninginn sem Donald Trump sagði Bandaríkin frá.

Á sunnudaginn fundaði Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með Yair Lapid, utanríkisráðherra Ísrael og ræddu þeir samninginn.

Fyrir fundinn sagði Lapid að Ísrael hafi ákveðna og alvarlega fyrirvara við samninginn. Hann kveður á um að Íranir dragi mjög úr auðgun úrans gegn því að slakað verði á alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn landinu.

Þegar Trump dró Bandaríkin út úr samningnum brugðust Íranar við með því að auka auðgun úrans.

Blinken lofaði Lapid að Bandaríkin muni verða í nánu sambandi við Ísrael á meðan á samningaviðræðunum stendur en þær fara fram í Vín í Austurríki.

Fundur utanríkisráðherranna fór fram í Róm á Ítalíu en þetta var fyrsti fundur þeirra síðan ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael fyrir tveimur vikum.

Auk kjarnorkumála ræddu ráðherrarnir um mannúðaraðstoð við íbúa á Gasa. Staða austurhluta Jerúsalem var einnig rædd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna
Pressan
Í gær

Hún er 108 ára og starfar enn sem rakari

Hún er 108 ára og starfar enn sem rakari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk hefur tapað rúmlega 120 milljörðum dollara á þremur mánuðum

Elon Musk hefur tapað rúmlega 120 milljörðum dollara á þremur mánuðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið