Á sunnudaginn fundaði Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með Yair Lapid, utanríkisráðherra Ísrael og ræddu þeir samninginn.
Fyrir fundinn sagði Lapid að Ísrael hafi ákveðna og alvarlega fyrirvara við samninginn. Hann kveður á um að Íranir dragi mjög úr auðgun úrans gegn því að slakað verði á alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn landinu.
Þegar Trump dró Bandaríkin út úr samningnum brugðust Íranar við með því að auka auðgun úrans.
Blinken lofaði Lapid að Bandaríkin muni verða í nánu sambandi við Ísrael á meðan á samningaviðræðunum stendur en þær fara fram í Vín í Austurríki.
Fundur utanríkisráðherranna fór fram í Róm á Ítalíu en þetta var fyrsti fundur þeirra síðan ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael fyrir tveimur vikum.
Auk kjarnorkumála ræddu ráðherrarnir um mannúðaraðstoð við íbúa á Gasa. Staða austurhluta Jerúsalem var einnig rædd.