Zeman sagði að það væru stór pólitísk mistök að blanda sér í innanríkismál ESB-ríkja og varði Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. „Ég sé enga ástæðu til að vera ósammála honum,“ sagði Zeman. CNN skýrir frá þessu.
Síðar sagði hann: „Ég skil homma, lesbíur og þannig. En veistu hvað ég skil alls ekki? Þetta transfólk.“ Hann sagði síðan: „Í eðli sínu viðbjóðslegt í mínum augum“.
Ungverjar eru í eldlínunni vegna löggjafarinnar og vangaveltur eru uppi um hvort landið eigi nokkuð erindi í ESB. Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnar sambandsins, sagði í síðustu viku að lögin mismuni fólki augljóslega og „brjóti gegn gildum, grunngildum ESB um mannlega virðingu, jafnrétti og grundvallarmannréttindi fólks“.