Niðurstaða skýrslunnar er að ekki liggi nægileg gögn fyrir til að hægt sé að slá því föstu hvaðan þessi hlutir koma eða hver eða hverjir eigi þá. Það er því engin niðurstaða í skýrslunni um hvort hér sé um háþróaða tækni, sem á uppruna sinn hér á jörðinni, að ræða eða hvort um hluti frá öðrum plánetum er að ræða.
En Pentagon útilokar heldur ekki að hér sé um hluti frá öðrum plánetum að ræða.
Í skýrslunni er fjallað um 144 fljúgandi furðuhluti og er aðeins hægt að skýra einn af þeim. Það er því ljóst bandarísk yfirvöld hafa ekki hugmynd um uppruna hinna 143.
Í skýrslunni kemur fram að það sé ljóst að þessir fljúgandi furðuhlutir valdi ákveðnum vanda hvað varðar flugöryggi og geti hugsanlega verið ógn við þjóðaröryggi. Sumir þeirra flugu á hátt sem ekki er mögulegt að gera með þeirri tækni sem við búum yfir nú. Í skýrslunni segir að þetta geti verið blekkingar, tæknibilun eða þá að hermennirnir hafi ekki tekið rétt eftir flugi þeirra.