fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

Dularfullu morðin í Ölpunum – Tengjast frímúrarar þeim?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. júní 2021 05:59

Morðvettvangurinn. Mynd: EPA/Norbert FALCO/LE DAUPHINE FRANCE OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 5. september 2012 voru fjórar manneskjur skotnar til bana við fjallveg í Frönsku Ölpunum. Tvær ungar stúlkur lifðu árásina af. Málið er enn óleyst og hefur valdið bæði frönsku og bresku lögreglunni miklum heilabrotum.

Þau sem voru myrt voru Bretarnir Saad al Hilli, 50 ára, eiginkona hans Iqbal, 47 ára, Suhaila al-Allaf, móðir Iqbal, 74 ára, og franski reiðhjólamaðurinn Sylvain Mollier, 45 ára.

Al-Hilli fjölskyldan, sem var frá Claygate í Surrey, var skotin af stuttu færi þar sem þau sátu í BMW bifreið sinni. Mollier var skotinn fimm skotum og fannst lík hans nærri bifreiðinni. Fjögurra og sjö ára dætur al-Hilli hjónanna sluppu lifandi frá ódæðisverkinu. Sú yngri náði að fela sig en sú sjö ára var skotin og barin en slapp samt sem áður lifandi.

Ekki er vitað hvort það var al-Hilli eða Mollier sem voru í raun skotmarkið. Mollier starfaði í kjarnorkuiðnaðinum.

Eric Maillaud, sem var saksóknari málsins 2013, sagði þá að lögreglan væri að eiga við þrautþjálfaðan morðingja.

Sky News segir að nú séu uppi vangaveltur um tengsl afbrotamanna, sem tengjast frímúrarareglu í París, við morðin. Um er að ræða gengi afbrotamanna. Félagar í því hafa játað að hafa njósnað um fólk, hótað fólki og beitt það ofbeldi.  Sumir hafa að sögn Sky News játað að hafa komið að morði á rallökumanni í austurhluta Frakklands og áætlun um að myrða markþjálfa í París.

Í febrúar var skýrt frá því að byssukúlur, sem passa við Luger P06 skammbyssuna sem var notuð við morðin í Ölpunum, hafi fundist heima hjá einum meðlimi gengisins. Sá er fyrrum háttsettur yfirmaður hjá franskri leyniþjónustustofnun.

Bíll fjölskyldunnar fluttur á brott. Mynd: EPA/SALVATORE DI NOLFI

 

 

 

 

 

 

Annar meintur meðlimur glæpagengisins, Frederick Vaglio, 50 ára, fæddist í Annecy og var með viðskiptaumsvif þar bæði fyrir og eftir morðin. Samkvæmt fyrirtækjaskrá stofnaði hann almannatengslafyrirtæki í bænum 2009 en það lagði upp laupana nokkrum dögum fyrir morðin. Hann stofnaði öryggisfyrirtækið Meliora árið 2016 en það er skráð heima hjá foreldrum hans í Annecy. Hann rak einnig fyrirtækið Naberat Events sem skipulagði rallkeppnir.

Nágranni hans í París sagðist oft hafa heyrt skothríð frá húsi hans en orðrómur hafi verið uppi um að þar væru skotvopn prófuð utandyra. Hann sagðist jafnframt oft hafa séð fólk, „hermannatýpur“, koma og fara.

Franskur maður er sagður hafa boðið Vaglio 75.000 evrur fyrir að ráðast á Marie-Helene Dini, markþjálfa í París. Tveir liðsmenn frönsku leyniþjónustunnar DGSE eru sagðir hafa verið ráðnir til verksins en þeir voru handteknir fyrir utan heimili Dini í júlí á síðasta ári. Þeir voru vopnaðir hnífum og byssu. Níu manns, þar á meðal Vaglio, eru nú í gæsluvarðhaldi vegna meintrar áætlunar um að myrða DiniVaglio er sagður hafa tekið tilboði um að fá 12.000 evrur fyrir að myrða rallökumanninn Laurent Pasquail, 43 ára. Lík hans fannst í september 2019. Radio France segir að Vaglio hafi játað tengsl við málið neiti að hafa fyrirskipað morðið.

Hvað varðar morðin í Ölpunum 2012 hefur Sky News eftir heimildarmanni innan lögreglunnar að hugsanleg líkindi séu á því morði og öðrum málum tengdum þessum hópi. „Í aðgerðinni í Ölpunum voru líklega fleiri en einn morðingi að verki og líklega voru það aðilar sem hafa hlotið hernaðarþjálfun. Vísbendingarnar eru þarna. Í Alpamálinu voru morðingjarnir mjög heppnir því enginn sá þá. Þeir kunna að nota vopn og þeir vita hvernig á að komast á brott,“ sagði heimildarmaðurinn. Annar heimildarmaður innan lögreglunnar staðfesti að lögreglan útiloki ekki að glæpagengið tengist morðunum í Ölpunum í september 2012.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár