Þessi hópur samanstendur af drukknum og gröðum ferðamönnum sem koma eingöngu til að drekka, nota eiturlyf og kaupa sér kynlífsþjónustu. Borgarstjórnin hefur hrundið af stað áróðursherferð sem á að hreinsa „partýborgarstimpilinn“ af borginni. Áætlað er að verja um 100.000 evrum í herferðina.
„Við viljum ekki fara í sama horf og fyrir heimsfaraldurinn þar sem mikill mannfjöldi var í Rauða hverfinu með tilheyrandi ónæði og átökum,“ segir í fréttatilkynningu frá borgarstjórninni.
Gripið var til svipaðrar herferðar 2019 sem beindist að breskum ferðamönnum og var markmiðið að fá þá til að hætta dólgslátum og sóðaskap. Herferðin gekk undir heitinu „Enjoy and Respect“ og voru ferðamenn varaðir við allt að 140 evru sekt sem þeir gætu fengið ef þeir hegðuðu sér ekki vel. Könnun sem var gerð að herferðinni lokinni sýndi að 45% breskra ferðamanna voru meðvitaðir um hegðun sína og gættu sín vegna þess sem fram kom í henni.