fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Stærsta eldgos sögunnar gerði gat á ósonlagið og gerði næstum út af við mannkynið

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. júní 2021 23:00

Toba vatn í gíg eldfjallsins Toba. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drunur sem heyrðust um nær alla Suðaustur-Asíu hafa líklega skotið forfeðrum okkar skelk í bringu fyrir um 74.000 árum. Þessar drunur komu frá eldfjallinu Toba á Súmötru þegar gos hófst þar og það ekkert smá gos. Svo mikil aska kom upp úr eldfjallinu að himininn varð svartur og sólargeislar náðu ekki til jarðar um langa hríð vegna öskunnar. Það hafði að sjálfsögðu hrikaleg áhrif á gróður og dýr.

Sumir vísindamenn telja að eldgosið hafi valdið vetri á allri jörðinni sem hafa varað í sex til tíu ár og að næstu 1.000 ára á eftir hafi hitastigið á jörðinni verið lægra en áður. Þetta hefur hugsanlega haft miklar afleiðingar fyrir bæði plöntu- og dýralíf og einnig fyrir forfeður okkar. Ein kenning, sem sett hefur verið fram, er að gosið hafi næstum því gert út af við forfeður okkar og aðeins hafi 10.000 til 30.000 menn verið eftir á lífi í kjölfar gossins.

Til marks um hversu öflugt gosið var þá myndaðist rúmlega 100 kílómetra langur gígur í því sem er í dag eitt dýpsta stöðuvatn heims. Gosið er það stærsta sem vitað er um og telja vísindamenn að Toba hafi spýtt um 13.000 rúmkílómetrum af grjóti, jarðvegi og ösku út frá sér. Það er 12 sinnum meira en í stærsta eldgosinu sem mannlegar heimildir eru til um en það var gosið í Tambora í Indónesíu 1815.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að eldgosið hafi ekki aðeins haft gríðarleg áhrif á hitastigið á jörðinni og forfeður okkar heldur hafi það einnig gert risastórt gat á ósonlagið. Ósonlagið verndar okkar fyrir hættulegum geislum sólarinnar og þetta gat hefur væntanlega orðið til þess að fjöldi dýra og manna dó af völdum þessara geisla. Rannsóknin er byggð á tölvulíkönum og ekki eru allir vísindamenn vissir um að niðurstaðan sé rétt. Anders Svensson, hjá Niels Bohr stofnuninni í Kaupmannahöfn, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að hann væri ekki alveg sannfærður um niðurstöðuna en þar sem rannsóknin sé byggð upp á rannsóknum á líkönum sé erfitt að kanna hvort mistök hafi verið gerð. „Kannski var þetta svona rosalegt, kannski ekki,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið