VG segir að Nerland telji að réttast sé að fólk hætti að faðmast og heilsast með handabandi og það að eilífu.
„Að snerta heitan og rakan lófa fólks sem hefur snert ýmsa staði líkamans er ekki sérstaklega gagnlegt út frá smit sjónarmiðum. Þurfum við virkilega að viðhafa svo mikla snertingu, eins og að sparka í fótleggi hvers annars, til að heilsast?“ sagði Nerland sem lagði áherslu á að fólk eigi áfram að faðma ættingja sína og vini.
Máli sínu til stuðnings benti hann á að inflúensutilfellum og kveftilfellum hafi fækkað mikið í heimsfaraldrinum þar sem fólk hefur dregið úr líkamlegri snertingu þegar það heilsast.
Margir hafa tekið upp á því að heilsast með því að láta olnboga snertast en Nerland telur það ekki réttu leiðina og hvetur fólk til að horfa frekar til Japan þar sem fólk hneigir sig yfirleitt frekar en að heilsast með handabandi eða faðmast.