Fram kemur að eins og staðan sé núna þá séu það ekki rekstraraðilar vefsíðnanna sem setji höfundarvarið efni inn á síðurnar, það séu notendur þeirra sem gera það.
En dómurinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að í sérstökum tilfellum sé hægt að draga vefsíðurnar til ábyrgðar fyrir brot á höfundarrétti. Það á við ef vefsíðurnar eru virkar í að veita almenningi aðgang að umræddum myndböndum.