fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Ný holskefla kórónuveirusmita í Kína veldur vanda – Gæti raskað jólaverslun Vesturlandabúa

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. júní 2021 06:59

Jólaverslunin getur verið í hættu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrst kom upp skortur á gámum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Því næst tók lokun Súesskurðarins við en hún hafði mikil áhrif á vöruflutninga. Nú er enn eitt vandamálið komið upp og það tengist kórónuveirunni. Vegna faraldurs í suðurhluta Kína hafa tvær af fimm stærstu gámahöfnum heims verið lokaðar meira og minna í nokkrar vikur og það er ekki til að bæta ástandið fyrir flutningaiðnaðinn sem er nú þegar í erfiðri stöðu.

Nær engin starfsemi hefur verið í höfnunum í Shenzhen og Guangzhou vikum saman vegna kórónuveirunnar og það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir birgðakeðjuna, svo alvarlegar að aldrei áður hefur neitt viðlíka gerst. Þetta sagði Brian Glick, forstjóri Chain.io, í samtali við CNBC.

Kórónuveirusmitum fjölgaði mikið í Guangdon af völdum hins svokallaða deltaafbrigðis kórónuveirunnar. Það varð til þess að í síðasta mánuði voru sóttvarnaaðgerðir hertar í héraðinu og starfsemi í höfnum þess var stöðvuð.

Að jafnaði fer um fjórðungur alls útflutnings Kínverja frá höfnum í Guangdon og hafnirnar í Shenzhen og Guangzhou eru þriðju og fimmtu stærstu hafnir heims eftir því sem World Shipping Council segir.

Heldur hefur dregið úr kórónuveirusmitum í héraðinu að undanförnu og hafnirnar hafa opnað að hluta en skaðinn er skeður. Um Yantian-höfnina í Shenzhen fara að jafnaði um 36.000 gámar á sólarhring en höfnin var algjörlega lokuð í eina viku eftir að smit komu upp meðal hafnarverkamanna. Búið er að opna hana aftur en hún starfar ekki á fullum afköstum. Þetta veldur því að gámar, sem á að senda úr landi, safnast upp og skip bíða þess að geta lagt að bryggju. Nú er um 14 daga bið fyrir skip að geta lagst að bryggju í Yantian. Þetta hefur síðan dómínóáhrif á aðrar hafnir og veldur flutningaiðnaðinum vanda. Bara í Yantian er talið að 357.000 gámar hafi safnast upp. Það eru fleiri gámar en lentu í vanda vegna lokunar Súesskurðarins í mars.

Edinburgh Evening News hefur eftir James Baker, hjá Lloyd‘s List, að flutningakerfið sé nú þegar undir svo miklu álagi að það sé við það að láta undan og smávægilegar truflanir geti haft miklar afleiðingar. Hann telur að hætta sé á að ákveðnar vörur muni skorta þegar kemur að jólum því venjulega byrja margar verslanir að flytja jólavarning frá Kína mörgum mánuðum fyrir jól, oftast á þriðja ársfjórðungi. Vegna stöðunnar á flutningamarkaðnum eru margir því farnir að bóka flutning á jólavarning nú þegar til að koma sér upp birgðum en Baker sagði algjörlega óvíst hver staðan verður í ágúst eða september. „Það getur orðið hrein klikkun. Það er mjög erfitt að segja til um það,“ sagði hann.

Þessi vandi hefur einnig orðið til að verð á gámaflutningum hefur hækkað mikið og nú kostar sem svarar til um 1,3 milljóna íslenskra króna að flytja 40 feta gám frá Shanghai til Rotterdeam en það er þrisvar sinnum meira en fyrir ári. Óttast margir að þróunin í Kína að undanförnu verði til þess að verðið hækki enn meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið