Þetta kemur fram í nýrri bólusetningaáætlun stjórnvalda sem var birt á miðvikudaginn. Í henni kemur fram að í júlí og ágúst verði það aðallega fólk eldra en sextíu ára sem verður bólusett með AstraZeneca. Þegar búið verður að bólusetja þennan hóp í október verður bóluefnið aðeins notað ef fólk biður sérstaklega um það.
Meðal ástæðnanna fyrir þessari ákvörðun er að Ástralar fá meira magn af bóluefnum frá Moderna og Pfizer en áður var reiknað með.
Notkun AstraZeneca hefur verið hætt í nokkrum löndum vegna alvarlegra aukaverkana sem geta komið fram.