fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Var með kórónuveiruna í 305 daga samfleytt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. júní 2021 06:59

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dave Smith, 72 ára ökukennari á eftirlaunum, er loksins laus við kórónuveiruna eftir að hafa verið smitaður af henni í 305 daga samfleytt. Smith, sem býr í Bristol á Englandi, er með veikburða ónæmiskerfi en hefur loksins losnað við veiruna og hefur það gott.

The Guardian skýrir frá þessu. Ekki er vitað um neinn annan sem hefur verið smitaður af kórónuveirunni lengur en Smith.

Hann segir sjálfur að í hvert sinn sem heilsu hans hrakaði hafi honum liðið svo illa að hann hafi verið við dauðans dyr. „Konan mín byrjaði fimm sinnum að skipuleggja útför mína. Ég hringdi í alla ættingja mína og friðmæltist við þá. Núna vildi ég óska að ég hefði ekki gert það,“ sagði hann í gríni.

Sjúkrasaga hans verður kynnt á Evrópuráðstefnu um klíníska örverufræði og smitsjúkdóma í júlí. Í drögum, sem verða lögð fram á ráðstefnunni, kemur fram að talið sé að veikindi Smith séu „lengstu skráðu veikindin“ af völdum kórónuveirunnar.

Hann var lagður inn á sjúkrahús í maí 2020 með hósta og hita. Sýnataka leiddi í ljós að hann var með COVID-19. Hann var útskrifaður átta dögum síðar en glímdi enn við öndunarörðugleika og háan hita. Hann þurfti aftur að leggjast inn á sjúkrahús í ágúst og lá þar fram í desember.

17 daga meðferð með lyfinu remdesivir í desember hafði engin áhrif. Vísindamenn við University of Bristol segja að þeim hafi tekist að hressa hann við með mismunandi mótefnum sem þeir bjuggu til. 45 dögum eftir þá meðferð var Smith loks laus við veiruna.

Hann var með einkenni COVID-19 sex vikum áður en hann var lagður inn á sjúkrahús og því gæti hann vel hafa verið smitaður í tæpt ár en það verður ekki staðfest úr því sem komið er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“