Delta plús fannst nýverið í Maharashtra en þar hafa 16 smit með þessu afbrigði verið staðfest að sögn Rajesh Bhushan heilbrigðisráðherra. Að auki hafa fundist 6 smit með þessu afbrigði í Kerala og Madhya Pradesh. Á fréttamannafundi sagði hann að afbrigðið, sem er einnig nefnt AY.1, sé meira smitandi en önnur afbrigði, festist auðveldar við frumur lungnanna og sé hugsanlega ónæmt fyrir ónæmismeðferð.
BBC segir að ríkjum Indlands hafi verið ráðlagt að auka fjölda sýnataka vegna þessa nýja afbrigðis. Miðillinn segir að smit með þessu afbrigði hafi einnig fundist í Bandaríkjunum, Bretlandi, Portúgal, Sviss, Japan, Póllandi, Nepal, Rússlandi og Kína.