Finans hefur eftir Tim Brooks, yfirmanni umhverfismála Lego, að fyrirtækið hafi nú náð mikilvægum áfanga því það geti nú í fyrsta sinn kynnt til sögunnar nýja frumgerð hinna klassísku Legokubba sem sé búin til úr endurunnum plastflöskum. Þessi frumgerð uppfyllir að hans sögn þær kröfur sem fyrirtækið gerir til framleiðslu sinnar og kubbarnir virka nákvæmlega eins og gömlu kubbarnir.
Frá 2015 hefur hópur um 150 starfsmanna Lego unnið að tilraunum með að gera kubbana úr nýjum efnum til að komast að hvort hægt sé að framleiða þá úr endurunni plasti.
Eftir tilraunum með 250 kubba, sem eru búnir til úr plasti eins og gosdrykkjaflöskur eru búnar til úr, er hópurinn nú tilbúinn með frumgerð sem virkar. Auk þess hefur hann komist að því að hægt er að búa til 10 kubba úr eins lítra flösku.
Verkefnið er miðpunktur loftslagsmarkmiðs Lego um að losun fyrirtækisins á gróðurhúsalofttegundum sé engin. Í upphafi lagði fyrirtækið 150 milljónir dollara í að þróa þessa nýju tegund kubba en hefur síðan aukið framlagið um 400 milljónir dollara.
Enn er þó stórt verkefni fyrir höndum við að ná því markmiði að allir kubbar verði framleiddir úr endurunnu plasti árið 2030 því enn sem komið er, er aðeins um frumgerð að ræða. Brooks benti á að enn eigi eftir að finna út hvernig sé hægt að framleiða trausta kubba í litum og ýmsum stærðum og gerðum.
Drum roll please 🥁… we’re now using plastic bottles to make prototype LEGO bricks! This is a big step towards our commitment to make all our products from sustainable sources by 2030. ♻️ https://t.co/LO01pUdRGF#Sustainability #RebuildTheWorld #LEGO pic.twitter.com/rXwiBU3LU1
— LEGO (@LEGO_Group) June 23, 2021