fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

16 ára stúlka skotskífa fyrir morðhótanir – „Þú átt skilið að vera skorin á háls“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. júní 2021 05:55

Mila í viðtali í frönskum sjónvarpsþætti. Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar á síðasta ári varð 16 ára frönsk stúlka, Mila sem býr í Lyon, skotskífa fyrir morðhótanir og hatursræðu á samfélagsmiðlum. „Þú skalt bara drepast“ eða „Þú átt skilið að vera skorin á háls“ eru meðal þeirra hótana sem henni bárust.

„Glæpur“ hennar var að hún hafði í fjölda myndbanda, sem hún birti á Instagram, gagnrýnt Íslamstrú. Fyrstu gagnrýnina setti hún fram eftir að ungur múslimi hafði atað hana auri í umræðum á samfélagsmiðlum. Hann hafði farið á fjörurnar við hana en hún vísaði honum á bug og fór ekki leynt með að hún væri samkynhneigð. Þá kallaði hann hana „skítuga lesbíu“. Hún svaraði honum með að trúarbrögð hans væru skítatrúarbrögð og að Kóraninn væri fullur af hatri. Hún lauk máli sínu með að segja að hún myndi vilja „stinga fingri í endaþarminn á guðinum ykkar“.

Í kjölfarið skall á flóðbylgja rúmlega 100.000 hótana um morð og nauðganir og ásakanir um rasisma. Þetta breytti lífi Mila væntanlega að eilífu. Hún varð að hætta menntaskólanámi og nýtur nú sólarhringsverndar lögreglunnar.

Málið varð síðan að heitri pólitískri umræðu í Frakklandi um takmörk tjáningarfrelsisins og rétt fólks til guðlasts og til að gagnrýna og gera lítið úr trúarbrögðum.

Umræðan hófst á nýjan leik í síðustu viku þegar réttarhöld hófust yfir 13 manns á aldrinum 18 til 30 ára sem voru í fararbroddi í hótununum gegn Mila. Þrjár konur og tíu karlar víða að úr landinu eru ákærð fyrir sinn þátt hótununum. Sumir eru múslimar, aðrir kristnir og enn aðrir trúlausir, flestir með hreina sakaskrá. Enginn þeirra á sér sögu um trúarofstæki en eitthvað virðast ummæli Mila hafa farið fyrir brjóstið á þeim.

„Til fjandans með þig ömurlega hóran þín, ég vona að þú fáir versta hugsanlega dauðdaga og ef það gerist ekki fljótlega mun ég sjálf sjá til þess,“ skrifaði N‘Aissita ung múslímsk kona sem leggur stund á sálfræðinám. Hún á, eins og aðrir ákærðir, allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér og sekt upp á sem nemur um sjö milljónum íslenskra króna.

Lögmaður Mila, Richard Malka, sem var einnig verjandi ádeiluritsins Charlie Hebdo í máli varðandi skopmyndir af Múhameð spámanni sagði í samtali við Le Figaro að það sem væri skelfilegast í þessu máli væri að hvorki fjölskyldur þeirra ákærðu né skólar hafi getað útskýrt fyrir þeim að guðlast sé ekki rasismi og að í Frakklandi megi gagnrýna trúarbrögð.

Emmanuel Macron, forseti, hefur í kjölfar málsins varið málfrelsið og lagt áherslu á að fólk hafi rétt til að tjá sig, gera skopmyndir og gera lítið úr trúarbrögðum.

Þekktir einstaklingar á borð við heimspekinginn Alain Finkielkraut og stjórnmálamanninn Ségoléne Royal sökuðu Mila um skort á virðingu við trúarbrögð en vinstri vængur stjórnmálanna og samtök femínista hafa verið sökuð um að vera of þögul í umræðunni um málið.

Mila varð að flytja inn í herskóla þar sem hún gat haldið skólagöngu sinni áfram. Hún hefur nú snúið aftur heim og stundar fjarnám og nýtur verndar lögreglunnar allan sólarhringinn.

Þegar hún fór í námsferð til Möltu á síðasta ári bar maður kennsl á hana á götu úti og hótaði að nauðga henni og kyrkja. Foreldrar hennar kærðu þetta og maðurinn hlaut skilorðsbundin dóm. Í október var 23 ára maður dæmdur í þriggja ára fangelsi, helmingurinn var skilorðsbundin, fyrir að hafa hótað að drepa Mila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í