Vísað er til bandarískra laga um refsiaðgerðir gegn Íran í texta á síðunum og neðst er opinbert innsigli bandaríska viðskiptaráðuneytisins og alríkislögreglunnar FBI.
Bandaríska dómsmálaráðuneytið staðfesti í nótt að það hefði tekið yfir 36 heimasíður þar sem þær hafi brotið gegn bandarískum refsiaðgerðum.
Heimasíðurnar eru allar komnar aftur í loftið með nýjar vefslóðir.
Íranska ríkissjónvarpsstöðin IRIB, sem á al-Alam sjónvarpsstöðina, varð fyrir barðinu á aðgerðum Bandaríkjamanna og sakar þá um að skerða tjáningarfrelsið og að hafa tekið saman höndum með Ísrael og Sádi-Arabíu um þagga niður í fjölmiðlum andspyrnumanna sem afhjúpa glæpi Bandaríkjamanna í Miðausturlöndum.
Bandaríkjamenn hafa áður gripið til svipaðra aðgerða. Í október á síðasta ári lögðu þeir hald á 92 heimasíður voru notaðar af Íranska byltingarverðinum.