fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Pressan

Gríðarleg fjárframlög ESB hafa ekki gert landbúnaðinn loftslagsvænni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 07:00

Kýr þurfa súrefni eins og við.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gengur illa hjá aðildarríkjum ESB að ná samkomulagi við Evrópuþingið um í hversu miklum forgangi loftslags- og umhverfismál eiga að vera í næstu landbúnaðaráætlun sambandsins. Það er því spurning hvaða áhrif ný skýrsla frá endurskoðunarstofnun ESB hefur á þessar viðræður en í henni kemur fram að þeir 100 milljarðar evra, sem voru settir í loftslagsmál í síðustu landbúnaðaráætlun, „hafi ekki gert landbúnaðinn loftslagsvænni“.

Síðasta landbúnaðaráætlun náði frá 2014 til 2020. Endurskoðunarstofnunin skoðaði hvort fjármagninu hefði verið varið á réttan og áhrifaríkan hátt til að hægt væri að ná sameiginlegum markmiðum á hagkvæman hátt.

Fyrir sjö árum ákváðu ESB-ríkin að nota fjórðung af fjárframlögum sínum til landbúnaðarins til að draga úr neikvæðum áhrifum hans á loftslagið. „Við komumst að því að þeir 100 milljarðar sem voru eyrnamerktir aðgerðum í loftslagsmálum höfðu lítil áhrif á losun landbúnaðarins. Hún hefur ekki breyst að neinu marki síðan 2010,“ segir Viorel Stefan hjá endurskoðunarstofnuninni en hann ber ábyrgð á skýrslu hennar.

Losun gróðurhúsalofttegunda frá nautgripum hefur verið mjög stöðug síðasta áratuginn en hún er um helmingur losunar landbúnaðarins.

Í skýrslunni kemur fram að landbúnaðarstefnan gangi ekki út á að fækka nautgripum heldur þvert á móti felist í henni að reynt sé að selja meira af dýraafurðum og hafi neysla þeirra ekki dregist saman síðan 2014.

Landbúnaðurinn er ábyrgur fyrir 10% af heildarlosun ESB á gróðurhúsalofttegundum. Þetta er því stór hluti þeirrar losunar sem þarf að takast á við ef sambandið ætlar að ná markmiði sínu um að losun þess verði engin árið 2050 þegar búið er að taka tillit til mótvægisaðgerða við að binda gróðurhúsalofttegundir. Sambandið stefnir fyrst á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55% og á það markmið að nást 2030 og síðan er stefnan tekin á 2050 markmiðið.

Endurskoðunarstofnunin sendi fjölda ábendinga til Framkvæmdastjórnar ESB um hvernig sé hægt að bæta árangurinn. Til dæmis með því að tryggja að losun frá nautgripum og áburði minnki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Pressan
Í gær

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli