fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Er hún morðingi eða fórnarlamb? Spurningin sem heil þjóð veltir fyrir sér

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 05:59

Valerie Bacot, með trefil, mætir í dómhúsið. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hélt að hann myndi drepa mig. Ég var enn nakin svo ég tók bílinn og stakk af,“ sagði Valérie Bacot, 40 ára, um sunnudagskvöldið úti í skóginum þegar allt hrundi til grunna hjá henni. „Þetta gerðist daglega eftir skóla, nema um helgar þegar móðir mín var til staðar. Eitt sinn barðist ég kröftuglega á móti og fékk brunasár af gólfteppinu. Svo komst ég að því að ef þetta átti að taka fljótt af var best að berjast ekki á móti,“ sagði hún einnig í samtali við Danska ríkisútvarpið nýlega.

Mál hennar hefur vakið mikla athygli í Frakklandi og víðar en hún hefur verið ákærð fyrir að hafa skotið fyrrum stjúpföður sinn, Daniel Polette, til bana. Líf hennar var markað af ofbeldi og kynferðisofbeldi en Polette nauðgaði henni í fyrsta sinn þegar hún var 12 ára, hann var 37 ára.

Systir Polette tilkynnti um brot hans til lögreglunnar því hún taldi sig sjá að hann bæri aðrar tilfinningar til stjúpdóttur sinnar en föðurlegar. Hann var í kjölfarið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað Bacot sem var þá barn að aldri. Hann var látinn laus eftir tvö og hálft ár og flutti þá beint inn til mæðgnanna á nýjan leik. „Nauðganirnar héldu áfram og þegar ég var 17 ára varð ég barnshafandi. Þá henti móðir mín mér út. Ég átti engan að. Hann sagði „þú berð barn mitt undir belti svo þú kemur með mér,“ sagði Bacot.

Aðspurð hvort móðir hennar hafi vitað af ofbeldinu sagðist Bacot oft hafa spurt sig þeirrar spurningar og hafi með tímanum komist að því að hún hafi vitað af þessu og að hugsanlega hafi þetta bara hentað móður hennar vel. „Að minnsta kost neyddi hún mig til að heimsækja hann í fangelsið og skrifa honum bréf.“

Bacot flutti í nálægan bæ með Polette. Þau giftust og eignuðust fjögur börn á nokkrum árum. Polette sagði að ofbeldið hafi sífellt færst í aukana, bæði gegn henni og börnunum. „Stundum tók hann skammbyssu og setti upp að enni mínu og tók í gikkinn. Ég vissi aldrei hvort það væri kúla í byssunni. Hann hótaði einnig að drepa mig og börnin ef ég gerði ekki það sem hann sagði.“

Hún sagði að hann hafi neytt hana til að stunda vændi. Hann innréttaði sendibíl fjölskyldunnar þannig að hún gat tekið á móti viðskiptavinum í vörurými hans en á meðan hún var með viðskiptavini var hann í sambandi við hana með þráðlausum búnaði og gaf henni fyrirmæli um hvað hún ætti að gera. „Hann sagði hvað ég átti að segja og gera með viðskiptavinunum sem voru oft mjög ofbeldisfullir.“

Kvöldið örlagaríka

Sunnudagskvöldið 2016 sem varð svo afdrifaríkt hófst með því að fastur viðskiptavinur kom til Bacot. Hann var mjög ofbeldisfullur að hennar sögn. Af þeim sökum hafði Polette tekið skammbyssuna sína með. Þegar Bacot vildi ekki gera það sem Polette sagði henni að gera varð hann mjög reiður og sagði að hún myndi gjalda það dýru verði að hafa fælt góðan viðskiptavin frá. Bacot fann skammbyssuna og þegar Polette settist undir stýri skaut hún hann. „Það hrundi allt hjá mér. Líka af því að nokkrum dögum áður hafði hann spurt dóttur okkar út í kynlíf hennar. Hún var búin að segja starfi sínu lausu og ég vissi að hann myndi líka selja hana í vændi,“ sagði hún í samtali við Danska ríkisútvarpið.

Verjendur Bacot telja að hún hafi drepið Polette í sjálfsvörn og það eigi að líta á hana sem fórnarlamb en ekki morðingja. Tími sé kominn til að breyta frönsku hegningarlögunum. „Hegningarlögin eru gerð af karlmönnum fyrir karlmenn. Ákvæðin snúa að fólki sem þekkist ekki, til dæmis árás á götu úti. Þetta er ofbeldi á heimilinu, það er allt annað,“ sagði Janine Bonnagiunta, verjandi Bacot. Þegar fréttamaður benti á að Bacot hafi drepið mann sagði Bonnagiunta: „Já, en við teljum að það hafi hún gert í sjálfsvörn. Þetta er ekki heimild til að drepa, þetta er einfaldlega heimild til að lifa af,“ sagði hún.

Rúmlega 420.000 Frakkar eru þessu sammála og hafa skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við Bacot og krefjast þess að henni verði ekki refsað.

En saksóknarar telja að ekki geti verið um sjálfsvörn að ræða þegar fórnarlambið er skotið aftan frá. Það gerir stöðu Bacot síðan verri að mati saksóknara að hún hafði ekki samband við lögregluna en 18 mánuðir liðu þar til það uppgötvaðist að hún hafði myrt Polette.

Hún sat í gæsluvarðhaldi í eitt ár en var látin laus áður en réttarhöldin hófust en þau standa yfir þessa dagana. Hún á allt að ævilangt fangelsi yfir höfði sér ef hún verður sakfelld.

Málið hefur varpað enn frekara ljósi á það mikla vandamál sem ofbeldi gagnvart konum er í Frakklandi. Á síðasta ári var kona myrt á þriggja daga fresti að meðaltali af maka sínum eða fyrrum maka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Í gær

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“