„Þetta er sá heimshluti þar sem stærstu tækifæri Bretlands eru. Við yfirgáfum ESB með því loforði að styrkja tengslin við gamla bandamenn og hraðvaxandi neytendamarkaði utan Evrópu,“ sagði Liz Truss, viðskiptaráðherra Bretlands, um viðræðurnar.
Samkvæmt CPTPP-samningnum þá falla 95% af öllum tollum niður í viðskiptum aðildarríkja samningsins en þau eru: Japan, Kanada, Ástralía, Víetnam, Nýja-Sjáland, Singapore, Mexíkó, Perú, Chile, Brúnei og Malasía.
Ef Bretar fá aðild að CPTPP er ekki reiknað með auknum útflutningi en aðild mun tryggja aðgang að mörkuðum í aðildarríkjunum, meðal annars fyrir fjármálageirann. Ríkisstjórnin telur aðild einnig leið til að komast til aukinna áhrifa í heimshluta þar sem Kínverjar verða sífellt valdameiri efnahagslega séð.