Die Welt skýrir frá þessu. Fram kemur að hugmyndin hafi kviknað eftir óeirðir í Berlín, Hamborg og fleiri borgum í maí sem beindust gegn gyðingum. Þá var ráðist á bænahús gyðinga, fáni Ísraels var brenndur og ókvæðisorð voru látin falla um gyðinga. „Við viljum ekki að fáni hryðjuverkasamtaka blakti í Þýskalandi,“ er haft eftir Thorstein Frei þingmanni Kristilegra demókrata, CDU.
Ríkisstjórnin hefur einnig bannað notkun fána Hizbollah sem eru einnig skilgreind sem hryðjuverkasamtök af Evrópusambandinu. Einnig er bannað að sýna opinberan stuðning við samtökin.