fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Þetta er Repúblikaninn sem Trump beinir spjótum sínum að þessa dagana

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. júní 2021 18:30

Lisa Murkowski. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn tilkynnti Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, að hann styðji Kelly Tshibaka í baráttunni við Lisa Murkowski, þingkonu í öldungadeildinni, um að verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins fyrir Alaska. Kosið verður á næsta ári.

Lisa Murkowski er ekki góð fyrir Alaska,“ segir í yfirlýsingu frá Trump. „Murkowski verður að hætta! Kelly Tshibaka er frambjóðandinn sem getur sigrað Murkowski og það mun hún gera,“ segir einnig í yfirlýsingunni.

Með þessu varð Murkowski óvinur Trump númer eitt þessa dagana og kemur það svo sem ekkert á óvart. Trump, sem er valdamesti Repúblikaninn, er þekktur fyrir hefnigirni sína og henni fær Murkowski nú að kenna á. Með stuðningi sínum fer Trump einnig gegn Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeildinni, sem hefur lýst yfir stuðningi við Murkowski.

Trump hefur látið óánægju sína með Murkowski í ljós í marga mánuði en ástæðan er að hún er meðal þeirra fáu þingmanna Repúblikana í öldungadeildinni sem greiddu atkvæði með ákæru á hendur honum í tengslum við hans þátt í árásinni á þinghúsið í Washington þann 6. janúar.

Það að Trump berjist gegn ákveðnum frambjóðanda í forvali flokksins ætti að valda viðkomandi áhyggjum en CNN segir að Murkowski þurfi kannski ekki að hafa svo miklar áhyggjur, hún eigi væntanlega góða möguleika á að sigra á næsta ári. CNN segir að ástæðurnar fyrir þessu séu meðal annars að hún hefur setið á þingi síðan 2002 og að faðir hennar Frank, sat í öldungadeildinni áður fyrr og var ríkisstjóri í Alaska. Það þykir einnig auka möguleika hennar að forkosningarnar í Alaska eru öllum opnar og taka báðir flokkarnir þátt í þeim. Þeir fjórir frambjóðendur sem fá flest atkvæði, óháð hvaða flokki þeir koma úr, verða síðan í framboði til þings.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu