fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Ákærður fyrir að blekkja 15 ára stjúpdóttur sína til samfara

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. júní 2021 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

15 ára stúlka frá Brønshøj í Danmörku taldi sig hafa kynnst spennandi strák á netinu. Samskipti þeirra leiddu til þess að „strákurinn“ tældi hana til samfara og beitti hana engum þvingunum til þess. En síðan kom í ljós að hún hafði verið blekkt.

„Strákurinn“, sem fékk hana til að vera með grímu svo hún sá ekkert, reyndist vera sextugur stjúpfaðir hennar. Hún komst að því strax að kynlífinu loknu þegar hún tók grímuna af sér. Þetta gerðist í apríl á síðasta ári. Samkvæmt ákæru þá notaði stjúpfaðirinn dulnefnið Jonas Hansen til að blekkja stjúpdóttur sína. Hann hefur verið ákærður fyrir að beita blekkingum til að fá stjúpdóttur sína til að stunda kynlíf með sér og fyrir að hafa stundað kynlíf með stjúpbarni yngra en 18 ára. Hann neitar sök.

Áður en að kynlífinu kom hafði hann mánuðum saman verið í sambandi við stúlkuna á netinu. Hann sendi henni 354 skilaboð með leiðbeiningum um hvernig hún ætti að nota kynlífstæki sem hann sendi henni og hvernig hún ætti að klæðast æsandi undirfatnaði sem hann sendi henni. Að auki sendi hann henni sex bréf með álíka leiðbeiningum. Hann hafði orðið sér úti um sérstakan síma og símakort til að nota í samskiptum við stúlkuna.

Hann er einnig sagður hafa látið stúlkuna fá peninga og sent henni gjafir gegn því að hún sendi honum kynferðislegt myndefni af sjálfri sér. Stúlkan hélt allan tímann að hún ætti í samskiptum við Jonas Hansen.

Auk fyrrnefndra ákæruatriða er maðurinn ákærður fyrir vörslu barnakláms og blygðunarsemisbrot. Barnaklámið er nektarmyndirnar sem stjúpdóttirin sendi honum.

Blygðunarsemisbrotið felst í að maðurinn kom myndavél fyrir í herbergi dótturinnar. Með því tókst honum að taka upp þegar hún stundaði kynlíf með öðrum manni og ósiðlegar myndir af henni og tveimur öðrum stúlkum.  TV2 segir að í ákæruskjalinu komu einnig fram að maðurinn hafi einnig brotið gegn stúlkunni 2018 þegar hún var 14 ára. Þá tók hann ljósmynd af henni inni á baðherbergi þegar hún var ber að ofan. Réttarhöld yfir honum hefjast 24. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“