fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

FBI varar við „nethermönnum QAnon“ – Óttast aukið ofbeldi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. júní 2021 17:00

Samsæriskenningasmiður að störfum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan FBI varar við að aukinnar óþolinmæði gæti hjá þeim sem aðhyllast samsæriskenningar QAnon og að það geti leitt til aukins ofbeldis. Í nýju hættumati frá FBI kemur fram að herskáir fylgjendur samsæriskenningahreyfingarinnar geti hugsanlega yfirgefið Internetið fljótlega til að setja mark sitt á hinn raunverulega heim.

CNN segir að FBI telji að stuðningsmenn QAnon séu byrjaðir að efast um áætlun hins dularfulla Q sem er upphafsmaður samsæriskenningahreyfingarinnar. Miðpunktur áætlunar hans er að Donald Trump verði settur aftur í embætti forseta og að pólitískir andstæðingar hans verði dregnir fyrir dóm.

Enn eiga spádómar Q eftir að rætast en það hefur ekki orðið til þess að draga úr trú stuðningsmanna QAnon á spádóma hans og samsæriskenningar. FBI telur að sífellt fleiri stuðningsmenn samsæriskenninga hans séu nú reiðubúnir til að taka málin í eigin hendur en það getur leitt til ofbeldisverka.

Segir FBI að „nethermenn“ QAnon muni hugsanlega færa sig af netinu yfir í raunheiminn og ráðast á hina svokölluðu elítu, til dæmis Demókrata og aðra pólitíska andstæðinga, í staðinn fyrir að bíða eftir að spádómar Q rætist.

FBI leggur áherslu á að þetta eigi aðeins við um herskáustu stuðningsmenn QAnon, þar á meðal þá sem tóku þátt í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn.

FBI telur að hluti stuðningsmanna QAnon muni líta á valdatöku Joe Biden sem merki um að þeir hafi verið hafðir að fíflum og blekktir og hugsanlega segja skilið við hreyfinguna og kenningar hennar.

Eitt megininntakið í kenningum QAnon er að Donald Trump eigi í harðri baráttu við djöfladýrkandi barnaníðings elítu sem lúti forystu þekktra Demókrata og annarra valdamikilla aðila á vinstri væng stjórnmálanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?