Hann segir að bráðnun sumarhafíssins sé ein fyrsta sprengjan á því jarðsprengjusvæði sem megi líkja svæðinu við. Hann sagði að þessi bráðnun væri eitt þeirra atriða sem losnar úr læðingi þegar við höfum gengið of langt hvað varðar hnattræna hlýnun. Nú sé hægt að spyrja sig hvort við höfum í raun stigið á fyrstu jarðsprengjuna og sett keðju sprenginga af stað.
Rex var í forsvari fyrir stærsta og dýrasta rannsóknarleiðangur sögunnar til Norðurpólsins á síðasta ári. Leiðangurinn, sem var farinn á ísbrjótnum Polarstern kostaði 140 milljónir evra en í honum tóku mörg hundruð vísindamenn frá rúmlega tuttugu löndum þátt. Rex segir Norðurpólinn vera „miðpunkt loftslagsbreytinganna“.
Í leiðangrinum, sem stóð í 389 daga, voru tekin mörg sýni af ís og annarra gagna aflað um stóran hluta Norðurskautsins.