fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Skildi miða eftir í flugvélinni – Fannst eftir 435 daga

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. júní 2021 05:59

Miðinn sem Chris skildi eftir. Mynd:Delta

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar kórónuveiran fór að dreifa sér um heiminn á síðasta ári neyddust flugfélög hvert á fætur öðru til að draga úr flugi og kyrrsetja vélar sínar. Eitt þessara flugfélaga var bandaríska flugfélagið Delta. Það sendi margar af vélum sínum til flugvallarins í Victorville í eyðimörkinni í Kaliforníu þar sem átti að geyma þær þar til hægt væri að hefja flug á nýjan leik.

 Þann 23. mars á síðasta ári lenti Chris Dennis, sem er flugmaður hjá Delta, einni véla félagsins á vellinum. Hann reiknaði með að vélin yrði sótt eftir 14 daga og tekin í notkun á nýjan leik. Hann ákvað að skrifa miða og skilja eftir í flugstjórnarklefanum fyrir flugmennina sem myndu sækja vélina.

 flugmenn, það er 23. mars og við vorum að koma frá MinneapolisSt. Paul. Mikið áfall að sjá svona mikið af flota okkar hér í eyðimörkinni. Ef þú ert kominn til að sækja vélina þá hlýtur að vera farið að birta til. Ótrúlegt hversu hratt þetta gerðist. Ég óska ykkur góðrar ferðar þegar þið takið vélina úr geymslu,“ skrifaði hann.

Vélin var þó öllu lengur í geymslu en Chris reiknaði með því það var ekki fyrr en 1. júní síðastliðinn sem Nick Perez, flugmaður, fann miðann að því er segir á heimasíðu Delta. Þá voru 435 dagar liðnir frá því að Chris skildi hann eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Í gær

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið
Pressan
Í gær

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum