fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Björn varð manni að bana í Slóvakíu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. júní 2021 16:05

Brúnbjörn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

57 ára maður var drepinn af brúnbirni í Slóvakíu nýlega. Þetta gerðist í miðhluta landsins og er í fyrsta sinn í um eina öld sem staðfest hefur verið að björn hafi orði manni að bana. Bjarnarstofninn í landinu hefur þrefaldast á síðustu tuttugu árum.

The Guardian segir að krufning hafi staðfest að björn hafi orðið manninum að bana. Hans hafði verið saknað en hann fór í gönguferð í skógi nærri Liptovska Luzna. Hann fannst liggjandi á maganum á göngustíg. Hann hafði verið bitinn á háls og í magann og rifbeinin.

Birnir eru algengir í fjalllendi í Slóvakíu og hefur stofnstærðin þrefaldast á tuttugu árum. Fyrir tveimur áratugum voru þeir um 900 en eru nú tæplega 2.800. Þetta hefur aukið þrýsting á yfirvöld að heimila veiðar á þeim.

Innanríkisráðuneyti landsins segir að lífsýni úr birninum verði tekin til rannsóknar til að hægt sé að bera kennsl á hann. Á síðasta ári réðust birnir fimm sinnum á fólk en enginn lést.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Í gær

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni