fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

19. júní er nýr frídagur í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. júní 2021 05:59

Joe Biden þegar hann staðfesti lögin í gær. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn samþykkti öldungadeild Bandaríkjaþings að gera 19. júní að almennum frídegi til minningar um afnám þrælahalds á sjöunda áratug nítjándu aldar.

Dagurinn er þekktur sem Juneteenth í Bandaríkjunum og telja margir hann vera „hinn sjálfstæðisdag þjóðarinnar“.

Með endalokum þrælahaldsins losnuðu milljónir svartra úr ánauð.

Öldungadeildin samþykkti frumvarp um að gera daginn að almennum frídegi með öllum greiddum atkvæðum. Fulltrúadeild þingsins samþykkti frumvarpið síðan og í gær staðfesti Joe Biden, forseti, það og þar með varð það að lögum.

Dagurinn var áður frídagur í 47 ríkjum en verður nú tólfti frídagurinn á landsvísu.

Í kjölfar staðfestingar Biden á lögunum hófst mikið kapphlaup í nokkrum ríkjum við að gefa opinberum starfsmönnum frí í vinnunni í dag því 19. júní ber upp á laugardag að þessu sinni. Vildu ríkisstjórar ríkjanna að opinberir starfsmenn fengju aukafrídag og hófust því handa við að gera þeim það kleift. Alríkisstjórnin tilkynnti að flestir starfsmenn alríkisins eigi að eiga frí í dag og bað yfirmenn stofnana um að sjá til þess að svo verði.

Demókratar reyndu að fá frumvarpið samþykkt á síðasta ári í kjölfar mótmæla Black Lives Matters en Repúblikaninn Ron Johnson stóð í vegi fyrir að það tækist. Hann tilkynnti á þriðjudaginn að hann hefði látið af andstöðu sinni við frumvarpið og þá rann það átakalaust í gegnum öldungadeildina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vísindamenn standa ráðþrota – Hunangsflugur drepast í hrönnum

Vísindamenn standa ráðþrota – Hunangsflugur drepast í hrönnum
Pressan
Í gær

Foreldrar handteknir eftir að hafa kvartað undan skóla dóttur sinnar

Foreldrar handteknir eftir að hafa kvartað undan skóla dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Macron biður franska auðmenn að standa í lappirnar gegn Trump – „Við erum engir kjánar og við munum verja okkur“ 

Macron biður franska auðmenn að standa í lappirnar gegn Trump – „Við erum engir kjánar og við munum verja okkur“ 
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða