Í maí tilkynnti Elon Musk, forstjóri Tesla, að fyrirtækið myndi ekki lengur taka við rafmyntinni bitcoin vegna þess hversu orkufrekt það er að grafa eftir myntinni og hversu mikil óumhverfisvæn orka er notuð við gröftinn.
Um síðustu helgi tilkynnti hann að Tesla muni aftur byrja að taka við bitcoin þegar hlutfall umhverfisvænnar orku, sem er notuð við gröftinn, verður orðið hærra. Hann sagði í tísti að þegar búið verður að staðfesta að endurnýjanlegir orkugjafar séu notaðir við að minnsta kosti 50% af greftrinum muni Tesla taka við bitcoin á nýjan leik.
Gengi bitcoin hækkaði um 5,1% í kjölfar yfirlýsingar Musk. Hann sagði jafnframt að Tesla hefði selt um 10% af bitcoin eign sinni til að sanna að auðvelt væri að losa um rafmyntina án þess að rugga jafnvæginu á markaðnum.