Í kjallaranum var amfetamínverksmiðja og telur lögreglan að þar hafi mikið magn amfetamíns verið framleitt eða 143,8 kíló. Söluverð þess magns er á milli 28 og 57 milljónir norskra króna miðað við verð á amfetamíni í Osló 2018. Lögreglan telur að amfetamínið hafi verið selt innanlands. TV2 skýrir frá þessu.
Ákæra á hendur manninum verður tekin fyrir hjá undirrétti í Osló þann 25. ágúst næstkomandi. Hann á allt að 21 árs fangelsi yfir höfði sér ef hann verður fundinn sekur. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn.
Lögreglan telur að framleiðslan í kjallaranum hafi verið hluti af starfsemi skipulagðra glæpasamtaka en í heildina hafa 11 stöðu grunaðs í „Aðgerð Thompson“.