fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Deltaafbrigði kórónuveirunnar hefur borist til 74 landa – Mun meira smitandi en önnur afbrigði

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 22:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deltaafbrigði kórónuveirunnar hefur nú fundist í 74 löndum um allan heim, þar á meðal í Kína, Bandaríkjunum, Norðurlöndunum og við Kyrrahaf. Afbrigðið, sem átti uppruna sinn á Indlandi, er mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar.

Í Bandaríkjunum fer smitum nú fjölgandi og tvöfaldast aðra hverja viku. Hér í Evrópu eru það Bretar sem hafa farið einna verst út úr þessu afbrigði en þar fjölgaði smitum um 64% í síðustu viku frá vikunni á undan. The Guardian segir að deltaafbrigðið eigi sök á rúmlega 90% allra smita í landinu þessa dagana.

The Guardian hefur eftir Ashish Jha, yfirmanni lýðheilsudeildar Brown háskólans í Bandaríkjunum, að deltaafbrigðið sé það mest smitandi sem hefur komið fram enn sem komið er. Það er sagt valda alvarlegri veikindum og einkennum en önnur afbrigði veirunnar. Samkvæmt því sem indverskir læknar segja þá glíma sjúklingar við magaverki, ógleði, uppköst, lystarleysi, heyrnartap og liðaverki.

Staðan í Bretlandi varð til þess á mánudaginn að Boris Johnson, forsætisráðherra, tilkynnti að afnámi sóttvarnaaðgerða verði frestað um fjórar vikur en þær áttu að falla úr gildi 19. júní.

Fréttir frá Guangzhou í Kína hafa vakið miklar áhyggjur en samkvæmt þeim þá hafa 12% smitaðra orðið alvarlega veikir innan þriggja til fjögurra daga frá því að sjúkdómseinkenni gerðu vart við sig. Þetta er allt að fjórum sinnum hærra hlutfall en í fyrri holskelfum faraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“