Nú er farið að hlýna og á fimmtudaginn tekur hæð sér stöðu austan við Danmörku og dælir heitu lofti norður á bóginn frá austurhluta Evrópu. Spáð er um 30 stiga hita á fimmtudaginn í suðurhluta landsins.
Á föstudaginn hækkar hitinn en og er spáð allt að 33 stiga hita í suðurhluta landsins.
En þetta verður skammvinn hitabylgja því spár gera ráð fyrir rigningu á laugardagskvöldið og kólnandi veðri og eins og svo oft gerist eftir svona háan hita gæti orðið þrumuveður.