fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Pressan

Urðu að loka 36 McDonald‘s veitingastöðum af óvæntri ástæðu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. júní 2021 05:59

Honum fannst of mikið að gera hjá McDonald's.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má kannski segja að skynditbitakeðjan McDonald‘s hafi fundið uppskriftina að algjöru öngþveiti. Hún er upp á tíu kjúklingabita, franskar kartöflur og gosdrykk. Allt er þetta síðan kryddað með sætri chilisósu og smá töfrum frá einni vinsælustu strákahljómsveit heims. Þetta hefur þau áhrif að veitingastaðir verða svo vinsælir að þeir neyðast til að loka.

Að minnsta kosti gerðist þetta í Indónesíu þegar McDonald‘s kynnti nýjan matseðil því keðjan neyddist til að loka 36 veitingastöðum því aðsóknin var allt of mikil.

Þetta gerðist meðal annars í borginni Semarang í síðustu viku í kjölfar þess að McDonald‘s kynnti nýja matseðil. Matseðillinn var undir áhrifum frá suðurkóresku strákahljómsveitinni BTS sem er gríðarlega vinsæl í Asíu eins og víðar um heiminn. BBC skýrir frá þessu.

Svo margir pöntuðu sér veitingar af nýja matseðlinum að óttast var að veitingastaðirnir myndu verða að ofursmitstöðum fyrir kórónuveiruna. Talsmaður borgaryfirvalda sagði að loka hefði þurft fjórum af sex veitingastöðum keðjunnar í Semerang til að koma í veg fyrir að veiran myndi breiðast enn frekar út.

Í höfuðborginni Jakarta þurfti að loka 32 veitingastöðum keðjunnar af sömu ástæðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór út að skemmta sér í sólarhring og skildi 18 mánaða barn eftir eitt

Fór út að skemmta sér í sólarhring og skildi 18 mánaða barn eftir eitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa upprætt skelfilegan hring barnaníðinga

Hafa upprætt skelfilegan hring barnaníðinga