fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Njósnir dómsmálaráðuneytisins vekja reiði meðal Demókrata

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. júní 2021 07:00

Donald Trump hótaði að yfirgefa Hvíta húsið ekki. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að hefja rannsókn á tilraunum ríkisstjórnar Donald Trump til að afla sér gagna um samskipti stjórnmálamanna úr röðum Demókrata. Í stjórnartíð Trump skipaði dómsmálaráðuneytið Apple til að afhenda gögn um samskipti stjórnmálamanna úr röðum Demókrata.

New York Times sagði í umfjöllun að stjórn Trump hafi reynt að komast að hver lak upplýsingum um tengsl kosningaframboðs Trump við Rússland. Dómsmálaráðuneytið hafi því skipað Apple og öðru ónafngreindu tæknifyrirtæki að afhenda gögn um pólitíska andstæðinga forsetans. Um svokölluð lýsigögn er að ræða en í þeim koma fram símanúmer og skráningar á símtölum og skilaboðum en ekki innihald þeirra. Blaðið segir að dómsmálaráðuneytið hafi einnig fyrirskipað Apple að halda þessu leyndu.

Demókratar eru ævareiðir eftir þessa afhjúpun. Adam Schiff, þingmaður, er annar þeirra þingmanna Demókrata sem segjast hafa fengið upplýsingar frá Apple um að dómsmálaráðuneytið hafi á árunum 2017 til 2021 krafist gagna um þingmennina. Hinn er Eric Swalwee en þeir eru báðir fulltrúar í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildarinnar.

Svo virðist sem Trump og stjórn hans hafi verið að reyna að komast að hver lak upplýsingum um tengsl kosningabaráttu Trump við Rússa í kosningabaráttunni 2016. Ekki liggur fyrir hvort Trump hafi sjálfur beðið dómsmálaráðuneytið að rannsaka Schiff og Swalwell.

Á valdatíð Trump fékk dómsmálaráðuneytið afhent gögn um 100 manns að sögn Reuters sem segir að eftirlit og njósnir um þingmenn sé alvarlegt skref og krefjist mjög góðs rökstuðnings og samþykkis frá æðstu stöðum í ráðuneytinu.

Schiff segir að þetta sýni að stjórn Trump hafi verið í „veiðiferð“ og lýsir Trump sem „spilltum forseta“ sem hafi gert dómsmálaráðuneytið pólitískt. Hann sagði jafnframt að tilraunir stjórnar Trump til að fá upplýsingar um samskipti þingmannanna sé „ein hættulegast árásin á lýðræðið í Bandaríkjunum“ af hendi Trump.

Leiðtogar öldungadeildarinnar íhuga að sögn að kalla þá William Barr og Jeff Sessions, sem voru dómsmálaráðherrar í stjórn Trump, til að bera vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar.

Sumir sérfræðingar segja að málið sé alvarlegasta dæmið um misbeitingu valds síðan Watergate-hneykslið kom upp á áttunda áratugnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki