fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Bolsonaro sektaður fyrir að nota ekki andlitsgrímu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. júní 2021 19:15

Jair Bolsonaro notaði ekki grímu á samkomunni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur verið sektaður fyrir að hafa ekki notað andlitsgrímur þegar þegar hann tók þátt í samkomu mótorhjólafólks í Sao Paulo.

Hann tók þátt í hópakstri mótorhjólafólksins og veifaði grímulaus til áhorfenda og notaði tækifærið til að halda því fram að andlitsgrímur séu gagnslausar fyrir fólk sem búið er að bólusetja gegn kórónuveirunni. Þetta sagði hann þegar hann ávarpaði stuðningsfólk sitt í tengslum við samkomuna.

„Allir þeir sem eru á móti þessu eru það af því að þeir trúa ekki á vísindin af því að ef fólk er bólusett er engin leið að veiran geti smitast,“ sagði Bolsonaro við stuðningsfólk sitt. Sérfræðingar eru flestir ósammála þessu og telja andlitsgrímur gera gagn við að halda aftur af útbreiðslu kórónuveirunnar.

Sky News segir að aðeins sé búið að bólusetja tæplega 12% Brasilíumanna að fullu og telja margir sérfræðingar að rétt sé að láta grímuskyldu vera áfram í gildi þar til búið er að bólusetja fleiri.

Yfirvöld í Sao Paulo staðfestu síðar að Bolsonaro hefði verið sektaður um sem nemur 13.000 íslenskum krónum fyrir að brjóta lög ríkisins um notkun andlitsgríma. Hann var sektaður fyrir samskonar brot í Maranhao í maí.

Rúmlega 480.000 manns hafa látist af völdum COVID-19 í Brasilíu en Bolsonaro, sem er mjög hægrisinnaður, hefur hvað eftir annað gert lítið úr alvarleika heimsfaraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“