Segja endurskoðendurnir að þrátt fyrir að oft sé rætt um að straumur flóttamanna og ólöglegra innflytjenda til Evrópu auk alþjóðlegrar glæpastarfsemi sé eitt stærsta vandamál sambandsins þá séu aðgerðir ESB ekki nægilega góðar. Endurskoðendurnir velta þeirri spurningu upp hvort Frontex geti yfirhöfuð sinnt verkefninu nægilega vel á næstu árum.
Endurskoðendurnir segja að staðan sé þó ekki svo slæm að Frontex sé tímaeyðsla og að stofnunin leiki lykilhlutverk í baráttunni gegn straumi ólöglegra innflytjenda og glæpum en um leið taka þeir fram að stofnunin sinni ekki hlutverki sínu eins og staðan er núna. Það sé mikið áhyggjuefni því stofnuninni hafi verið falið sífellt meiri ábyrgð.
Fram til 2017 stendur til að starfsfólki Frontex fjölgi í 10.000 en í dag starfa um 1.000 manns hjá stofnuninni. Fjárveitingar til hennar verða um 900 milljónir evra á ári.
Segja endurskoðendurnir að ákvörðunin um eflingu Frontex hafi verið tekin án þess að mat væri lagt á þörfina fyrir mannafla og peninga.