Margir frambjóðendur flokksins hafa komist í fréttirnar fyrir ummæli sem eru sögð vera ýmist óviðeigandi pólitískt séð eða beri merki kynþáttahaturs.
Stærstu mistökin í sögu flokksins gerði Julien Odoul, frambjóðandi í Bourgogne–Franche–Comte, þegar hann gerði athugasemd við styrki sem franskir bændur fá. Hann var með forystu samkvæmt skoðanakönnunum en á kosningafundi kom hann með ummæli sem hafa farið illa í marga en þau tengjast sjálfsvígi bónda eins fyrir tveimur árum. „Ég vil gjarnan vita hvort bóndinn, sem hengdi sig á býli sínu, hafi notað franskt reipi,“ sagði hann að sögn hins vinstri sinnaða dagblaðs Libération.
Í Gironde hefur flokkurinn dregið til baka stuðning sinni við Marta Le Nair eftir að fram kom að hún hafði áður birt færslur á samfélagsmiðlum sem flokka má sem gyðingahatur. 2015 skrifaði hún að ef gyðingi sé heilsað með handbandi þurfi að muna eftir að skoða hvort maður sé enn með tíu fingur að því loknu.
Önnur mál sem hafa komið sér illa fyrir Le Pen og flokk hennar eru meðal annars í Creuse þar sem flokksmaður var nýlega dæmdur fyrir heimilisofbeldi og í Ardenna komst upp að einn frambjóðandi flokksins hafði gerst sekur um kynferðisbrot gegn börnum.