fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Var á leið til Belfast – Vaknaði á leið til Gíbraltar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. júní 2021 07:00

Flugvél frá EasyJet.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega ætlaði Gemma Cargin, 25 ára, að fljúga frá Manchester á Englandi til Belfast á Norður-Írlandi. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst henni að fara um borð í ranga flugvél. Það gerðist þrátt fyrir að á flugvellinum væri auðvitað hefðbundinn búnaður til að skanna brottfararspjöld.

BBC segir að eftir flugtak hafi Gemma ákveðið að fá sér smá blund en flugið átti að taka 40 mínútur. Þegar hún vaknaði var vélin enn á lofti. „Þeir sögðu að við myndum lenda eftir klukkustund og 15 mínútur. Ég spurði því hvort vélin væri ekki á leið til Belfast,“ sagði hún í samtali við BBC.

Hún fékk þá að vita að vélin væri á leið til Gíbraltar.

Gemma flýgur mikið á milli Manchester og Belfast og hafði aldrei áður lent í vandræðum með að hitta í rétta flugvél. En einn bilaður upplýsingaskjár á flugvellinum gerði henni óleik.

„Það var ekki kveikt á skjánum við brottfararhliðið svo mig grunaði aldrei að ég væri að fara um borð í ranga flugvél,“ sagði hún.

EasyJet sá um að koma henni aftur til Manchester og áfram til Belfast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“