BBC segir að eftir flugtak hafi Gemma ákveðið að fá sér smá blund en flugið átti að taka 40 mínútur. Þegar hún vaknaði var vélin enn á lofti. „Þeir sögðu að við myndum lenda eftir klukkustund og 15 mínútur. Ég spurði því hvort vélin væri ekki á leið til Belfast,“ sagði hún í samtali við BBC.
Hún fékk þá að vita að vélin væri á leið til Gíbraltar.
Gemma flýgur mikið á milli Manchester og Belfast og hafði aldrei áður lent í vandræðum með að hitta í rétta flugvél. En einn bilaður upplýsingaskjár á flugvellinum gerði henni óleik.
„Það var ekki kveikt á skjánum við brottfararhliðið svo mig grunaði aldrei að ég væri að fara um borð í ranga flugvél,“ sagði hún.
EasyJet sá um að koma henni aftur til Manchester og áfram til Belfast.