fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Unnustinn fékk bílinn lánaðan og ók of hratt – Bíllinn gerður upptækur til ríkisins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. júní 2021 06:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni kvað dómstóll í Glostrup í Danmörku upp tímamótadóm. Málið snerist um of hraðan akstur 36 ára karlmanns. Hann var kærður fyrir að aka á 108 km/klst innanbæjar þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km /klst. Samkvæmt nýlegri breytingu á umferðarlögunum er lögreglunni heimilt að leggja hald á bíla sem eru notaðir við svokallaðan „brjálæðisakstur“ og krefjast þess að þeir verði gerðir upptækir til ríkisins.

Það var einmitt gert í þessu máli. En ökumaðurinn átti ekki bílinn sem hann ók en það var Mazda CX-3 sem 34 ára unnusta hans hafði keypt tæpum tíu mánuðum áður og tekið lán upp á sem svarar til um fjögurra milljóna íslenskra króna til að greiða fyrir bílinn.

Málið fór fyrir dóm í Glostrup og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að bíllinn skuli gerður upptækur til ríkisins þar sem hann var notaður við það sem er skilgreint sem „brjálæðisakstur“ í nýju ákvæði umferðarlaganna.

Ökumaðurinn var að auki dæmdur í 20 daga óskilorðsbundið fangelsi. Hann tók sér umhugsunartíma til að ákveða hvort hann áfrýi niðurstöðunni til Landsréttar.

Verjandi parsins sagði fyrir réttarhöldin að hann telji það brot á stjórnarskrárvörðum eignarétti að gera bílinn upptækan til ríkisins. Saksóknari var annarrar skoðunar og sagðist telja niðurstöðu dómsins í samræmi við vilja þingsins með lagasetningunni.

Bíllinn verður seldur á uppboði nema málinu verði áfrýjað til Landsréttar og jafnvel Hæstaréttar í framhaldi af því og þar verði komist að annarri niðurstöðu.

Nýja ákvæði umferðarlaganna tók gildi 31. mars. Í byrjun júní hafði lögreglan lagt hald á rúmlega 170 ökutæki á grundvelli þess og mun fara fram á að þau verði gerð upptæk til ríkisins. Af þessum 170 ökutækjum eru 70 í eigu annarra en ökumannanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár