Í síðustu viku var sandinum, steinunum og skeljunum síðan skilað aftur á strendur landsins að sögn lögreglunnar.
Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að 41 hafi verið sektaður fyrir að stela sandi og skeljum, sektarupphæðirnar voru á bilinu 500 til 3.000 evrur. Segir lögreglan að þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fækkað mikið á Sardiníu á síðasta ári vegna heimsfaraldursins hafi verið lagt hald á rúmlega 100 kíló af sandi, skeljum og steinum.
Lögreglan fylgist grannt með ferðamönnum á flugvelli eyjunnar sem og vefsíðum þar sem sandur er boðinn til sölu.
CNN segir að lög frá 2017 banni alla sandtöku á ströndum á Sardiníu. Lögin voru sett þar sem þjófnaður á sandi var orðinn umfangsmikið vandamál.