fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Nú geta Bretar leitað að bólusettu fólki í stefnumótaöppum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. júní 2021 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hávaxinn, dökkhærður, flott líkamsbygging og bólusettur. Svona geta kynningar á breskum stefnumótaöppum hljóðað á næstunni því nú getur fólk montað sig af bólusetningarstöðu sinni í þessum öppum.

Stefnumótaöpp á borð við Tinder, Hinge og Bumble hafa hafið samstarf við bresk yfirvöld um að kynna bóluefni gegn kórónuveirunni. Nú verður hægt að sýna stuðning sinn við bólusetningar með því að velja sérstakt merki á prófílmyndirnar.

Einnig bjóða öppin upp á bónusa fyrir þá sem eru bólusettir. Meðal annars geta þeir fengið ókeypis „ofurlæk“.

Fólki er þó auðvitað í sjálfsvald sett hvort það skýri frá bólusetningastöðu sinni í öppunum en heilbrigðisyfirvöld fullyrða að það auki líkurnar á að komast á stefnumót ef fólk hefur látið bólusetja sig.

Nadhim Zahawi, ráðherra bólusetningamála, segir að þetta tiltæki sé enn ein snilldin í bólusetningaáætluninni sem sé sú umfangsmesta og árangursríkasta í sögu landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”