fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Margvísleg mistök í aðdraganda árásarinnar á bandaríska þinghúsið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 20:30

Stuðningsmenn Donald Trump réðust á þinghúsið 6. janúar 2021. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrstu skýrslu, og líklegast einu skýrslu, öldungadeildar Bandaríkjaþings um árás stuðningsmanna Donald Trump á þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn kemur fram að margvísleg mistök hafi verið gerð í aðdraganda árásarinnar og á meðan átök stóðu yfir.

Í skýrslunni er haft eftir lögreglumönnum að engin sameiginleg stefna hafi verið mörkuð um hvernig ætti að koma í veg fyrir að múgurinn gæti ráðist inn í þinghúsið og að boðleiðir lögreglunnar hafi í raun hrunið og verið óvirkar. Fjöldi lögreglumanna slasaðist í átökunum, sumir fengu eiturefni á sig, aðrir urðu fyrir heilaskaða og enn aðrir beinbrotnuðu. Einn lögreglumaður lést í átökunum og fjórir úr röðum árásarmanna.

Í skýrslunni kemur fram að áður en múgurinn kom að þinghúsinu hafi verið skýr merki á lofti um að öfgamenn hefðu í hyggju að ráðast á þinghúsið og að þeir væru vopnaðir og myndu hugsanlega notast við neðanjarðargöng undir þinghúsinu. En þessar aðvaranir náðu aldrei eyrum stjórnenda lögreglunnar. Afleiðingin varð algjör ringulreið.

Mörg hundruð stuðningsmenn Donald Trump náðu að komast í gegnum lokanir lögreglunnar, inn í þinghúsið og stöðva staðfestingarferli þingsins sem átti að fara að staðfesta kjör Joe Biden sem forseta.

Í skýrslunni kemur fram að mistökin sem voru gerð hafi verið þau sömu og eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin í september 2001, það er skortur á getu til að ímynda sér að það versta gæti gerst.

Í skýrslunni er lagt til að skorið verði niður í yfirstjórn lögreglu þingsins hið snarasta.

Í maí felldi öldungadeildin tillögu um að óháð rannsóknarnefnd myndi rannsaka árásina og því er þessi skýrsla líklegast sú fyrsta og síðasta sem verður gerð á vegum deildarinnar.

„Þessi skýrsla er mikilvæg því hún gefur okkur tækifæri á að gera strax nokkrar breytingar á öryggismálum þingsins. En hún svarar ekki öllum þeim spurningum sem við verðum að spyrja okkur sem land og lýðveldi,“ segir Gary Peters, þingmaður Demókrata, sem var í fararbroddi tillögunnar um óháða rannsókn. Hann bendir meðal annars á að í skýrslunni sé ekki kafað ofan í hugsanlegan þátt Donald Trump í árásinni en skömmu fyrir hana hvatti hann stuðningsmenn sína til að „berjast eins og helvíti“ fyrir því að niðurstöðum forsetakosninganna yrði breytt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu