fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Heimsfaraldurinn hefur breytt aðferðum smyglara og neyslumynstri

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 15:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóttvarnaaðgerðir og lokun landamæra vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur haft áhrif á evrópska fíkniefnamarkaðinn. Fíkniefnasmyglarar og fíkniefnasalar hafa þurft að laga sig að breyttum aðstæðum.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn EMCDDA, sem er sú stofnun ESB sem fylgist með þróun mála á fíkniefnamarkaðnum.

Fram kemur að í staðinn fyrir að senda kannabis eða kókaín með smyglurum yfir landamæri sé nú notast meira en áður við gáma og aðrar flutningsleiðir varnings.

Alexis Goosdeele, forstjóri EMCDAA, segir í fréttatilkynningu að fíkniefnamarkaðurinn sé mjög lifandi og góður í að laga sig að breyttum aðstæðum.

Heimsfaraldurinn hefur einnig haft áhrif á fíkniefnaneyslu Evrópubúa. Til dæmis hefur neysla á MDMA, sem er yfirleitt notað í tengslum við skemmtanir, minnkað mikið því víða var lítið um næturlíf og skemmtanahald.

Rannsóknir á skolpi í nokkrum borgum í álfunni sýndu þó að notkun á öðrum fíkniefnum jókst mikið sumarið 2020 en þá var slakað á sóttvarnaaðgerðum.

Það sem veldur einna mestum áhyggjum er að neysla á krakki hefur aukist í nokkrum löndum síðan faraldurinn skall á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Í gær

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita