fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Talin hafa látist af völdum of mikillar tyggjónotkunar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 06:00

Samantha Jenkins. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samantha Jenkins, 19 ára, lést eftir að hafa kvartað yfir uppþembdum maga en hún taldi að neysla á gosdrykk hefði valdið því. Þegar fjölskylda hennar fór í gegnum herbergi hennar á heimili fjölskyldunnar í Felinfoel í Wales fannst mikið af tómum kössum og umbúðum utan af tyggjói.

Við krufningu fundust „fjórir eða fimm grænir klumpar“ í maga hennar. Þetta reyndist vera tyggjó. Dánardómsstjóri úrskurðaði að tyggjóið gæti hafa átt þátt í dauða hennar.

Þetta gerðist fyrir tíu árum en nýlega rifjaði móðir hennar, Maria Morgan, þetta upp í samtali við nzherald.

„Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær,“ er haft eftir henni. Hún lýsti því síðan að Samantha hafi kvartað undan magaverkjum. Maria sagðist hafa sagt henni að fara og leggja sig og taka vatn með sér, hún hefði líklega verið of lengi úti í sólinni.

„Síðan heyrði ég dynk. Ég og dóttir mín stóðum upp og fórum að herbergisdyrunum hennar og ég sagði: „Hvað var þetta?“ Hún öskraði til okkar: „Er það svona sem það er að deyja?“ Síðan heyrðum við aftur dynk.“

Samantha var strax flutt á sjúkrahús þar sem hún var lögð í svefndá. „Hún komst aldrei til meðvitundar,“ sagði Maria.

Hún sagði að læknar hefðu sagt að ekki væri annað að sjá en hún hefði orðið fyrir eitrun.

Tyggjótegundin sem Samantha notaði inniheldur aspartame og sorbitol en þessi efni geta valdið því að saltmagn líkamans minnkar mikið.

„Dánardómsstjórinn vildi ekki slá því föstu að tyggjóið hefði orðið henni að bana en sagði að það hefði átt hlut að máli,“ sagði Maria.

„Tíu árum síðar eru enn svo margar spurningar en sú stærsta er eflaust af hverju ég missti dóttur mína af völdum tyggjós? Tyggjó, það er svo fáránlegt,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?