Við krufningu fundust „fjórir eða fimm grænir klumpar“ í maga hennar. Þetta reyndist vera tyggjó. Dánardómsstjóri úrskurðaði að tyggjóið gæti hafa átt þátt í dauða hennar.
Þetta gerðist fyrir tíu árum en nýlega rifjaði móðir hennar, Maria Morgan, þetta upp í samtali við nzherald.
„Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær,“ er haft eftir henni. Hún lýsti því síðan að Samantha hafi kvartað undan magaverkjum. Maria sagðist hafa sagt henni að fara og leggja sig og taka vatn með sér, hún hefði líklega verið of lengi úti í sólinni.
„Síðan heyrði ég dynk. Ég og dóttir mín stóðum upp og fórum að herbergisdyrunum hennar og ég sagði: „Hvað var þetta?“ Hún öskraði til okkar: „Er það svona sem það er að deyja?“ Síðan heyrðum við aftur dynk.“
Samantha var strax flutt á sjúkrahús þar sem hún var lögð í svefndá. „Hún komst aldrei til meðvitundar,“ sagði Maria.
Hún sagði að læknar hefðu sagt að ekki væri annað að sjá en hún hefði orðið fyrir eitrun.
Tyggjótegundin sem Samantha notaði inniheldur aspartame og sorbitol en þessi efni geta valdið því að saltmagn líkamans minnkar mikið.
„Dánardómsstjórinn vildi ekki slá því föstu að tyggjóið hefði orðið henni að bana en sagði að það hefði átt hlut að máli,“ sagði Maria.
„Tíu árum síðar eru enn svo margar spurningar en sú stærsta er eflaust af hverju ég missti dóttur mína af völdum tyggjós? Tyggjó, það er svo fáránlegt,“ sagði hún.