Frá 1989 hefur verið bannað að eiga sjálfvirk skotvopn í Kaliforníu og frá því að bannið tók gildi hafa vopnalögin verið uppfærð nokkrum sinnum.
Gavin Newsom, ríkisstjóri, gagnrýndi dóminn. „Þetta er bein ógn við almennt öryggi og líf saklausra Kaliforníubúa, punktur,“ sagði hann.
Í 94 blaðsíðna dómi sínum lýsir Benitez yfir stuðningi við sjálfvirk skotvopn. „Eins og vasahnífur er hinn vinsæli AR 15 riffill fullkominn blanda til verndar heimilinu og til verndar ættjörðinni,“ segir í dómnum.
Ríkissaksóknari Kaliforníu styður bannið og bendir á að þau vopn sem bannið nær til séu mun hættulegri en aðrar tegundir vopna. Hann bendir einnig á að vopn sem þessi komi mjög oft við sögu í fjöldamorðum og almennt þegar afbrot eru framin. Hann hefur nú 30 daga til að áfrýja niðurstöðunni. Newsom sagði að ríkið muni ekki gefast upp og muni halda áfram baráttunni fyrir að vopnalögin byggi á almennri skynsemi.