Matshidiso Moeti, fulltrúi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO í Afríku, segir þetta að sögn The Guardian. WHO segir að smitum fari nú fjölgandi í 14 ríkjum og í 8 af þeim hafi þeim fjölgað um rúmlega 30% á einni viku. Í Úganda fjölgaði smitum um 131% á milli vikna. Smitin hafa náð góðri fótfestu í skólum og hjá heilbrigðisstarfsfólki og þeim sem vakta fólk sem á að vera í sóttkví.
„Hættan á þriðju kórónuveirubylgjunni í Afríku fer vaxandi. Aðalmarkmið okkar er skýrt: Það skiptir öllu að geta bólusett Afríkubúa, sem eru í aukinni hættu á að veikjast alvarlega og deyja, fljótt,“ sagði Moeti.
Afríkuríki hafa fengið 50 milljónir skammta af bóluefnum gegn veirunni í gegnum hið alþjóðlega COVAX-samstarf. Búið er að bólusetja 31 milljón Afríkubúa en í álfunni býr rúmlega einn milljarður. Í ríkjunum sunnan Sahara hefur hlutfall bólusettra ekki náð tveimur prósentum.
Embættismenn óttast að næsta bylgja í Afríku geti orðið verri en sú sem herjaði nýlega á Indland en þar er heilbrigðiskerfið betra en víðasta í Afríku.